Nálastungur er hluti af ævafornu læknis- og heimspekikerfi Kínverja. Ójafnvægi á orku, Qi, eða pólarandstæðunum, Yin og Yang er talin valda ýmiss konar kvillum, verkjum og sjúkdómum. Þetta ójafnvægi skapast þegar maðurinn missir jafnvægi sitt við náttúruna, lífið og sjálfan sig. Nálastungumaður leitast við að leiðrétta orkuflæði. Þetta gerir hann með að greina sjúkling samkvæmt greiningarkerfi kínversku læknisfræðinnar og stinga svo tveim til 20 örfínum nálum inn á sársaukalítinn hátt til að rétta hugsanlegt ójafnvægi. Nálastungur eru notaðar við líkamlegum verkjum jafnt sem alls kyns vandamálum af líkamlegum eða andlegum toga. Meira um nálastungur