(Fleiri greinar munu bætast hér við)
mynd af meðferð
mynd - meðferð
stofan
Tilbaka
Hvað eru nálastungur?
books

Hvað eru nálastungur?

Nálastungur eru notkun nála í heilsubætandi tilgangi. Tveim til 20 örfínum nálum er stungið inn á sársaukalítinn hátt. Þeim er stungið í flestum tilvikum í tiltekna punkta sem tilheyra orkurásakerfi kínversku læknisfræðinnar til þess að rétta af orkuflæði líkamans og draga þannig úr vekjum og öðrum kvillum.

Uppruni nálastungna

Nálastungur eru hluti af kínverskri læknisfræði ásamt kínverskum jurtalækningum, tui na (nuddi) og læknisfræðilegu qi gong (orkuæfingum). Engin veit fyrir víst hversu gömul kínversku læknavísindin eru en fornleifafræðingar hafa fundið nálastungunálar og ritaðar upplýsingar á skjaldbökuskeljum sem eru að minsta kosti 3000 ára gamlar eða síðan 1000 fyrir Krist. Margt bendir þó til að um mun eldri fræði sé að ræða. Eitt elsta skrifaða læknarit kínversku læknisfræðinnar er “Innri klassík Gula keisarans”, skrifuð um 200 fyrir Krist, og er valdatíð hans samkvæmt þeirri bók sögð vera frá 2698 til 2599 fyrir Krist.

Hugmyndafræðin á bak við nálastungur

Kjarninn í öllum kínverskum listum, þar á meðal nálastungum og kínverskum lækningum, er daoísk, að hluta til konfúsísk heimspeki. Dao (Tao) þýðir líf, eining, heild, uppruni, leið eða farvegur. Það er æðsta markmið allra kínverskra fræða og lista að beina manninum aftur til Dao. Aðgreining frá Dao kemur af stað tvíhyggjunni eða yin og yang og þar með er hringrás endalauss bardaga milli yin og yang hafin. Yin og Yang eru því andstæðir pólar. Þeir vinna alltaf í andstöðu við hvor annan en eru samt einnig bundnir hvor öðrum. Andstæðir pólar eru t.d. heitt/kalt, út/inn, gerandi/þolandi, upp/niður, leiðandi/nærandi, ljóst/dökkt, karlmannlegt/kvennlegt o.s.frv. Þeir eru örsök hringrásar í náttúrunni og í manninum sem birtist meðal annars í sólarhringnum, árstíðunum og hringrás lífs og dauða. Sjúkdómar,verkir og vandamál mannsins eru því séðir sem afleiðing af ójafnvægi í innra jafnt sem ytra lífi einstaklings og skorti hans við að flæða með hringrás lífsins. Þessi örsök getur verið einföld eða fjölþætt en hana er alltaf að finna einhvers staðar í lífi einstaklingsins.

Þar sem myndbirting yin og yang í lífinu getur verið mjög flókin hefur kínverska læknisfræðin þróað mörg líkön til að auðvelda skilning okkar á þeim. Dæmi um þetta eru elimentin eða fasarnir fimm, (eldur, jörð, málmur, vatn,viður) og átthyrningurinn (Pa Kua) ásamt öðru. Nálastungumeðhöndlarinn leitast við að finna og greina ójafnvægi nálastunguþegans samkvæmt þessum líkönum. Hann beitir svo nálum og eigin orku í samræmi við orku nálastunguþegans og leiðbeinir þannig alheimsorkunni til að rétta af hugsanlegt ójafnvægi.

paper_grein1
gagnlegir vefir
hafa samband
menntun og reynsla
greinar
spurningar
heim