Stækka mynd
Stækka mynd

Faglegt nám og reynsla.

Ég hóf nuddnám við Fjölbrautarskólanum við Ármúla veturinn 1997 - 1998 og að því loknu tók við verklegt nám í Nuddskóla Íslands veturinn 1998 - 1999. Ég lauk nematíma mínum undir handleiðslu Kristjáns Ívars Ólafssonar og útskrifaðist sem heilsunuddari í maí 2000. Hef starfað sem nuddari á Planet Pulse, Nordica Spa og einnig sem sjálfstæður nuddari.

Ég stundaði nám í fjögur og hálft ár í kínverskri læknisfræði við South West Acupuncture College (SWAC) í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan 2004. Skólinn er viðurkenndur af NCCAOM sem fullgildur skóli í nálastungum og austrænum læknavísindum.

Ég starfa nú sjálfstætt undir merkjum Nálastungufélags Íslands (NÍ) og Félags íslenskra heilsunuddara (FÍHN). Ég uppfyllti skilyrðin sem meistari í heilsunuddi í maí 2006 og fékk þá meistarabréf frá FÍHN.

skírteini frá læknanámi
Skírteini frá Nuddskólanum
gagnlegir vefir
hafa samband
menntun og reynsla
greinar
spurningar
heim